Á meðan sendir Glitnir jólaóróa!!

Mér blöskraði þegar mér sem viðskiptavini Glitnis til margra ára barst sending frá Glitni í gær. Jólaórói takk fyrir í jólagjöf. Hvað er að þessu fólki? Þúsundir eiga ekki fyrir jólamat eða gjöfum og Glitnir eyðir pening í jólaóróa!! Hafa þeir ekki valdið nógum óróa án þess að bæta jólaóróa við? Svei ykkur Glitnismenn. Skammist ykkar. Ég mun styðja öll þau mótmæli sem beinast gegn Glitni í hvaða útibúi sem er. Ég hvet Raddir fólksins til að beina spjótum sínum að þeim.
mbl.is Sífellt fleiri leita aðstoðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já! Ég var líka mjög reið þegar þessi svokallaða jólagjöf kom á mitt heimili. Það komu reindar 3 stk til minnar fjölskyldu. Ég afþakka jólagjafir frá fjármálastofnunum og vill beina því til þeirra að lækka frekar vaxtagjöld á viðskiptavini.

Hanna (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 11:42

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Hversvegna taka viðskiptavinir Glitnis sig ekki til og boða til stofnunar ,,skilanefndar" og hittast kl 10:00 á Þorláksmessu fyrir utan Glitnisútibúið við Kirkjusand (og þeir sem eru utan höfuðborgarsvæðisins hittast í sínu útibúi) og skila þessum óróum.

Þú mátt eiga þessa hugmynd

Kjartan Pálmarsson, 19.12.2008 kl. 11:48

3 Smámynd: Bara Steini

Snillarpæling Kjartan.

Bara Steini, 19.12.2008 kl. 14:22

4 identicon

Mikið er ég sammála. Ég þurfti að sækja þetta drasl á pósthúsið og varð ekki glöð. Hefði heldur viljað fá til baka eitthvað af því sem gufaði upp af inneignum mínum þarna í bankanum, þó ekki væri nema 1000 kr.

Svo er þetta alveg forljótt.   Ótrúleg ósvífni af Glitni að senda fólki þetta.

Hrönn (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 14:56

5 Smámynd: Mama G

Eruð þið að tala um jólakúluna (sem ég fékk bréf um að ég mætti sækja í næsta útibú), eða einhvern full blast óróa??  Ég hef ekki fengið neitt svoleiðis.

Nei, bara af því að á þessu bréfi stendur sérstaklega að með því að kaupa þessa kúlu fyrir viðskiptavini sína sé verið að styrkja góðgerðarsamtök...

Mama G, 19.12.2008 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband