Samfylkingarmaður kemur sér fyrir

Samfylkingarmaðurinn Ásmundur Stefánsson kemur sér nú fyrir í Landsbankastólnum. Það er þá kominn skýring á því hversvegna Ásmundur studdi ekki betur við bakið á Elínu, hann vildi stólinn sjálfur. Stjórnmálamennirnir sjá um sína. Ekki bólar mikið á jafnréttiskröfu Vinstrigrænna sem sjá nú miðaldra karl ýta út hæfri konu, eða á Samfylkingunni sem talar um gegnsæi í stjórnsýslu að vera með svona baktjaldamakk, eða Framsóknarmönnum sem nú fá formann bankaráðsins í bíttum fyrir stuðning við Ásmund.
mbl.is Ásmundur bankastjóri um tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Ásmundur er ekki samfylkingarmaður fyrir fimm aura. Hann var skipaður af þeim en tilheyrir ekki flokknum. Hann fyrirlítur samfylkinguna þegar hún heyrir ekki til. Ásmundur er trúr þjónn sinni bláu hönd.

Erla (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 16:27

2 identicon

Já sæll,

 Samsæriskenning þín er fín fyrir utan það eitt að forsendan fyrir henni er held ég röng.

Birkir (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 16:46

3 identicon

Mér aldeilis sama hvaða skítaplott er verið að malla þarna.  Ég krefst þess að störf séu auglýst og fram fari hæfismat á umsækjendum og laun séu ekki hærri en nauðsynlegt er.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 17:12

4 identicon

Það eru víðar stífluð holræsin í þjóðfélaginu,, Ekki verður skólpinu komið til sjávar nema að fjarlægja hverja þá stíflu sem skilanefndir ''Sjálfgæðisflokksins'' komu fyrir í snarhasti ,, sem og afnema með öllu alla græðgisvæðingu , þeirra ''Sjálfgræðgismanna'' Boðskapurinn er:: nú skal Kökunni skipt jafnt í það minnstra,, fái einhver meir enn annar skal það í hlutfalli við hvað hver og einn er að brenna,, Ekki skyldu ''Sjálfgæðismenn hnussa ,,á endanum taka þeir eflaust sem áður við feitu búi til að skipta upp sín á milli,,

Bimbó (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband