19.12.2008 | 13:17
Flott hjá Landsbankanum!
Þetta finnst mér flott hjá Landsbankanum. 3 milljónir í hjálparstarf innanlands í stað þess að senda út jólaóróa eins og Glitnir gerir. Landsbankinn og Elín frá prik frá mér fyrir þetta! Halda þessu svo áfram Elín og co!
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2008 | 11:14
Á meðan sendir Glitnir jólaóróa!!
Mér blöskraði þegar mér sem viðskiptavini Glitnis til margra ára barst sending frá Glitni í gær. Jólaórói takk fyrir í jólagjöf. Hvað er að þessu fólki? Þúsundir eiga ekki fyrir jólamat eða gjöfum og Glitnir eyðir pening í jólaóróa!! Hafa þeir ekki valdið nógum óróa án þess að bæta jólaóróa við? Svei ykkur Glitnismenn. Skammist ykkar. Ég mun styðja öll þau mótmæli sem beinast gegn Glitni í hvaða útibúi sem er. Ég hvet Raddir fólksins til að beina spjótum sínum að þeim.
![]() |
Sífellt fleiri leita aðstoðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.12.2008 | 10:58
Á hverjum pönkast menn næst?
Skíturinn lekur úr eyrunum á mér eftir að hafa hlustað á Reyni Traustason og félaga hans verja það óverjanlega. Blaðamannaheiðurinn er fokinn út um gluggann. Á hverjum á að pönkast næst. Hvaða ,,djöful'' ætlarðu að taka niður Reynir?
Þetta finnst mér gott framtak. Þeir sem auglýsa í DV verða teknir niður. Við munum pönkast á þeim!
![]() |
Vilja heim um miðnætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2008 | 10:56
Gráðugir verða gráðugari
Hafa menn ekkert lært á þeim hörmungum sem hafa dunið yfir okkur? Vilhjálmur sem er í forsvari fyrir innlenda fjárfesta ætlar að láta okkur skattborgara blæða enn frekar með málaferlum gegn fjármálafyrirtæki. Þetta endar alltaf hjá okkur sjálfum. Vilhjálmur - hættu nú!
![]() |
Hlutabréf seld á geðþóttaverði? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)