Reiðin og öryggisleysið

Jóni Ásgeiri verður tíðrætt um reiði og öryggisleysi í varnargrein sinni í Morgunblaðinu í dag og ég skil það vel. Sjálfur hef ég upplifað reiðina og öryggisleysið og upplifi nú reiði á næstum því hverjum degi. Ég er enn bálreiður út af þeim upplýsingum sem bárust um 100 milljarða króna fjármagnsflutninga í Kaupþingi og skil ekki að þjóðin sé ekki jafn reið og ég, mótmæli og önnur læti séu ekki í gangi fyrir utan höfuðstöðvar Kaupþings út af þessu líklega stærsta ráni þjóðarsögunnar, beint fyrir framan nefið á okkur og svo blygðunarlaust að ótrúlegt er. Jón Ásgeir tekur þá dóma sem kveðnir hafa verið upp yfir honum í fjölmiðlum og af álitsgjöfum nærri sér. Ég trúi því vel enda hlítur að vera erfitt að sitja undir svona yfirlýsingum án þess að taka þá nærri sér. En oft uppsker maður eins og maður sáir.
mbl.is Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband