Hattur minn ofan fyrir Elínu

Húrra Elín, þú ert með puttann á púlsinum í þjóðfélaginu og ert maður að meiri (kona að meiri) fyrir þessa aðgerð. Ég heyrði í fréttum að hún hefði sjálf farið fram á þetta og það mættu fleiri fylgja fordæmi hennar. Ég tæmdi minn Glitnisreikning fyrir helgi. Kannski ég setji hann í Landsbankann.
mbl.is Forstjóri Landsbankans lækkar í launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekki alveg með öllum mjalla? Þjóðfélagið fór gjörsamlega á hvolf þegar þessar launatölur voru gefnar upp (og það þurfti að ná þessum upplýsingum út úr fólki eins og þessari bankastýru með töngum). Eina og nákvæmlega eina ástæðan fyrir því að þessi kona lækkaði laun sín var gríðarleg reiði í samfélaginu. Hún hafði greinilega ekkert skynbragð á þetta þegar hún samdi um sín laun þegar hún hóf störf. Nei, í staðin þurfti hún að fá þessa köldu vatnsgusu framan í andlitið til að fatta hvað er í gangi.

Manneskja sem stýrir banka, stofnun sem er að greina og spá í peningum og hver staðan sé í þjóðfélaginu á hverjum tíma og skammtar sér þessi laun, hún er engan veginn hæf til þess að stýra Landsbankanum. Hún getur verið góð kona. Hún er engu að síður gjörsamlega veruleikafyrrt þegar kemur að því að meta stöðuna. Þú þarft ekki að taka neinn hatt ofan af þessari ákvörðun. Hún kom of seint, allt of seint.

joi (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 00:34

2 identicon

Setjum þetta í samhengi.  Elín lækkar um ein og hálf kennaralaun og er eftir lækkunina "aðeins" á fimmföldum kennaralaunum.

Að líkindum á hún svipað mikla menntun að baki og grunnskólakennari og starfaði sem virkur liðsmaður í einni klíkunni sem hefur sett Ísland á hausinn.

Já, já.  Hatturinn af og húrrahróp!!

marco (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 00:53

3 identicon

Já, alveg frábært hjá henni. Henni fannst nú að almenningi kæmi hennar laun nokkurn skapaðan hlut við á fyrstu vikum hennar í starfi. Ég er ekki viss um að henni vaxi englavængir og fái geislabaug þrátt fyrir þetta. Það finnast sjálfsagt einhversstaðar aðrir bitlingar til að vega þessa lækkun upp hjá henni.

Birkir (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 01:45

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Geir Hilmar er góður strákur en algjörlega óhæfur í sínu starfi

Geir Hilmar hefur skráð nafn sitt í sögubækurnar sem forsætisráðherrann sem setti þjóðina á hausinn með andvaraleysi sínu, aðgerðarleysi og almennri óhæfni í starfi. Hann ætlar hinsvegar ekki að láta staðar numið við það lítilræði. Ekki er nóg með það að hann axli ekki pólitíska og faglega ábyrgð með því að segja af sér heldur kappkostar hann það að lýsa yfir trausti á samskussa sína sem sitja í SI, FME og nýju bönkunum.

Enginn skal axla ábyrgð í þessu sameiginlega skipbroti skussanna. Með hrokann, einfeldnina og veruleikafyrringuna að leiðarljósi, telur Geir Hilmar að hann sé best til þess fallinn að hreinsa upp skítinn eftir sjálfan sig. Það er í sjálfu sér virðingarvert, en þetta starfsnám Geirs Hilmars (sem ég vill kalla svo) hefur kostað og er að kosta þjóðina lauslega áætlað u.þ.b. 1 milljarð á dag. Það eru há skólagjöld. Þetta starfsnám Geirs hefur einkennst af ráðaleysi, aðgerðarleysi og röngum ákvörðunum í þau fáu skipti sem einhverjar ákvarðanir hafa verið teknar.

Þorgerður Katrín nefndi það í þætti hjá Birni Inga í morgunn að kannski væri kominn tími til þess að stjórnvöld færu að hlusta betur á ráð annara. Dokum aðeins við.

Þjóðin er svo gott sem farin á hausinn.

Það stefnir í fjöldagjaldþrot heimila og fyritækja.

Atvinnuleysi stefnir hátt í 20% innan árs.

Þjóðarframleiðsla dregst líklega saman um ein 10-15 % á næsta ári.

Ísland er orðið skulsettasta og fátækasta ríki hins vestræna heims.

Jú, það er líklega eitthvað til í þessu hjá henni. Kannski er kominn tími til þess að stjórnvöld fari að hlusta á ráð annara.

Allar aðgerðir eftir hrun hafa verið tilviljanakenndar og ómarkvissar. Sömu aðilarnir og komu okkur í þetta ófremdarástand, sitja enn við völd. Þar á ég við stjórnvöld og embættismenn. Spillingin virðist grassera í nýju bönkunum sem og í skilanefndum gömlu bankanna. Sömu skussarnir og komu gömlu bönkunum í þrot, sitja nú við stjórn í nýju bönkunum. Skilanefndirnar eru skipaðar mjög vafasömum aðilum í mörgum tilvikum. Icesave, sem átti ekki að kosta okkur krónu skv. fréttum í nóvember, kemur til með að kosta okkur 150 milljarða samkvæmt nýjustu tölum.

Íslenska þjóðin stendur á krossgötum. Það þarf að hreinsa til og stokka upp. Það dugir enginn kattaþvottur. Fyrsta skrefið í slíkri uppstokkun er það að yfirskussinn, Geir Hilmar, segji af sér og að mynduð verði utanþingsstjórn með fagfólki sem hægt er að treysta til þess að stjórna við þessar aðstæður. Þá fyrst er hægt að fara að hreinsa til á neðri stigum, þ.e. í eftirlitsstofnunum og í bönkunum.

Geir Hilmar þarf að gera sér grein fyrir því að hann er mjög stór hluti af, ef ekki stærsti hluti vandamálsins. Hann er fyrir löngu búinn að fremja sitt pólitíska Hara-Kiri þó svo að hann virðist ekki gera sér grein fyrir því sjálfur. Hans pólitíska arfleifð verður jafn ömurleg og ástandið er núna. Hann mun aldrei verða hluti af lausninni.

Guðmundur Pétursson, 24.12.2008 kl. 05:23

5 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Landsbankinn er að senda okkur reikning upp á 300 milljarða(300.000.000.000) plús og elskan hún Elín ætlar að lækka laun sín niður í 1.500.000 á mánuði. Síðan eigum við líka að setja inn hlutafé í NBI fyrir 200 milljarða. Semsagt, 500 milljarðar í það heila.(500.000.000.000)

Þetta er bara byrjunin, þetta sukkapparat þar líklega svona 200 milljaða í viðbót frá okkur til þess að lifa af.

Við getum líka bætt við þeim óskunda sem peningamarkaðssjóður LI var. Þar tókst þeim að véla sparnað af ellilífeyrisþegum og öryrkjum til þess að í raun að fjármagna eigið sukk í formi ferða til Hong Kong með ísklumpa úr Vatnajökli í vegarnesti.

Síðan kann þetta pakk ekki einu sinni að skammast sín.

Guðmundur Pétursson, 24.12.2008 kl. 05:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband