Fáfræði forsvarsmanna stjórnvalda

Björgin G. vissi ekkert um ekki neitt eins og kom fram í ágætri frétt í sjónvarpinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir virðist ekki hafa vitað neitt og nú kemur Geir Harde fram og segir að enginn hafi vitað neitt um neitt eða neinn. Voru stjórnvöld algjörlega sofandi eða er fáfræði forsvarsmanna stjórnvalda algjör? Ég held að það sé verið að ljúga að okkur í því trausti að við trúum ekki neinum af þeim sem stjórnuðu bönkunum. Orð gegn orði. Í þessu tilfelli treysti ég ekki Geir Harde.
mbl.is Vissi ekki af tilboði FSA vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ætli Davíð hafi ekki vitað þetta? Það er jú hann sem ræður.

Haraldur Bjarnason, 22.12.2008 kl. 12:10

2 identicon

Jú það er heila málið Davíð veit þetta,

 og miklu meira til . Og hann kemur til með að nýta það ef einhver vogar sér að ýta við honum í þessum stol hann situr í.   Hann hefur mikið smátt og gott handa þessum liðleskjum í þinginu  ef þau bara æmta eða skræmta.  Svo best er að láta þetta allt líða hjá og vonast til að fólkið (skríllinn) gleymi þessu. Þá fellur þetta allt í sinn gamla farveg og allir glaðir.   (Eða er það ekki) líka þeir sem borga.

Við  fáum að heyra með jöfnu millibili við erum svo dugleg þjóð og svo efnuð af ungu fólki velmenntuðu, orkan í landinu (hitaveit og fallvötn)sem við höfum nú alltaf selt á spottprís.

Nei , ég vona virkilega að unga íslenska fólkið sé búið að fá nóg...

þá meina ég uppí kok.

J.Þ.A (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband