Samfylkingarmaður kemur sér fyrir

Samfylkingarmaðurinn Ásmundur Stefánsson kemur sér nú fyrir í Landsbankastólnum. Það er þá kominn skýring á því hversvegna Ásmundur studdi ekki betur við bakið á Elínu, hann vildi stólinn sjálfur. Stjórnmálamennirnir sjá um sína. Ekki bólar mikið á jafnréttiskröfu Vinstrigrænna sem sjá nú miðaldra karl ýta út hæfri konu, eða á Samfylkingunni sem talar um gegnsæi í stjórnsýslu að vera með svona baktjaldamakk, eða Framsóknarmönnum sem nú fá formann bankaráðsins í bíttum fyrir stuðning við Ásmund.
mbl.is Ásmundur bankastjóri um tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlýtur að vera satt fyrst þeir segja það

Þetta hlýtur bara að vera satt fyrst spunameistarar þeirra segja að þetta sé satt. Ekki færu þeir að segja lygi og reyna að hylma yfir slóðina. Auðvitað hafa þeir ekkert hagnast. Ég meina, menn hafa ekki logið að okkur almenningi hingað til er það.
mbl.is Engar ólögmætar færslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiningardeild Glitnis gleymir Glitni

Af hverju ætli greiningardeild Glitnis geri ekkert úr þeim vafasömu viðskiptum sem komið hafa upp á yfirborðið? Ekki er orði eytt á hlutabréfakaup Birnu bankastjóra sem hurfu svo heppilega. Ekki er minnst orði á lánin til eigandanna. Ekki orð um sjóð 9. Engu púðri eytt í jólaóróann sem eytt var milljónum í jólagjafir. Ekki talað um hvernig greiningadeildin hélt genginu uppi með áróðri og vitleysu. Sé ekki ástæðu til að trúa greiningardeild Glitnis nú frekar en þá.
mbl.is Ár efnahagshamfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð staða

Það er þokkalega góð staða að vera í að geta ekki tapað á samningum við sjálfa sig en geta aðeins grætt. Fjármagnsflutningar upp á 100 milljarða króna og samningar sem eru á kostnað okkar neytenda og skattborgara. Það sýður á mér, hreinlega sýður á mér. Hvar eru yfirvöld og eftirlitsstofnanir? Það hlítur að heyrast í bankamálaráðherranum eða forsætisráðherranum út af þessu máli og ég trúi ekki öðru en að yfirvöld taki á þessu máli og það strax.
mbl.is Gátu ekki tapað á samningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiðin og öryggisleysið

Jóni Ásgeiri verður tíðrætt um reiði og öryggisleysi í varnargrein sinni í Morgunblaðinu í dag og ég skil það vel. Sjálfur hef ég upplifað reiðina og öryggisleysið og upplifi nú reiði á næstum því hverjum degi. Ég er enn bálreiður út af þeim upplýsingum sem bárust um 100 milljarða króna fjármagnsflutninga í Kaupþingi og skil ekki að þjóðin sé ekki jafn reið og ég, mótmæli og önnur læti séu ekki í gangi fyrir utan höfuðstöðvar Kaupþings út af þessu líklega stærsta ráni þjóðarsögunnar, beint fyrir framan nefið á okkur og svo blygðunarlaust að ótrúlegt er. Jón Ásgeir tekur þá dóma sem kveðnir hafa verið upp yfir honum í fjölmiðlum og af álitsgjöfum nærri sér. Ég trúi því vel enda hlítur að vera erfitt að sitja undir svona yfirlýsingum án þess að taka þá nærri sér. En oft uppsker maður eins og maður sáir.
mbl.is Jón Ásgeir tekur dóma nærri sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælum hjá Kaupþingi

Ég trúi ekki að við látum þá komast upp með þetta Kaupþingsmenn. Ég skora á mótmælendur að láta í sér heyra gagnvart Kaupþingi.

Sama upphæð og ríkið lánaði Kaupþingi

Það er bara þannig. Upp komast svik um síðir og nú veltir maður því fyrir sér hvort hér sé um sömu peninga að ræða og ríkið lánaði Kaupþingi í upphafi neyðartímans. Er það hrein og klár tilviljun að hér er um sömu upphæð að ræða og á sama tíma? Ég trúi því ekki. Nú þarf Finnur Sveinbjörnsson að stíga fram og útskýra málið og að sjálfsögðu Hreiðar Már og Sigurður Einarsson. Meðan menn hafa verið að skoða einhver smámál hafa hundrað milljarðar króna verið í þvotti hjá Kaupþingi.

Hvar eru mótmælin gegn Kaupþingi? Það er ekki nóg að standa fyrir utan Landsbankann með tætara. Nú eigum við að beina sjónum okkar að Kaupþingi. Þar virðast svikin hafa átt sér stað. 


mbl.is Rannsaka millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmælum Lánstrausti

Nú þurfum við að safna liði  og mótmæla hjá Lánstrausti. Láta þá finna að við sættum okkur ekki við að fyrirtækið sé að safna upplýsingum um fjármál okkar og stöðu. Þeir eru næstir á listanum.
mbl.is Lánstrausti hafnað í þriðja sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hattur minn ofan fyrir Elínu

Húrra Elín, þú ert með puttann á púlsinum í þjóðfélaginu og ert maður að meiri (kona að meiri) fyrir þessa aðgerð. Ég heyrði í fréttum að hún hefði sjálf farið fram á þetta og það mættu fleiri fylgja fordæmi hennar. Ég tæmdi minn Glitnisreikning fyrir helgi. Kannski ég setji hann í Landsbankann.
mbl.is Forstjóri Landsbankans lækkar í launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er forsetaembættið í reikning?

Í hvaða banka er forsetaembættið með reikning? Þessar upplýsingar vil ég upp á borðið því það getur haft áhrif á framgöngu og framkomu Ólafs og Dorrit. Leysið frá skjóðunni og upplýsið okkur.
mbl.is Ólafur og Dorrit buðu mótmælendum upp á kaffi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband